Færsluflokkur: Bílar og akstur

Ísaksturinn mikli


Halló

 

Skrifaðu, ohhhh..... skrifaðu

 

Jæja, góðir hálsar.  Nú er ekki seinna vænna en að henda upp enn einu blogginu, síðan er svo sem að verða uppfull af óskrifuðum bloggum.  Það sem er að frétta héðan er það að ferðin á ísinn heppnaðist með eindæmum vel, bílinn stóð sig vel, John hjálpaði mér að stilla fjöðrunina, og bíllinn er allt annar að keyra hann en demparana þarf ég að senda til Reiger og láta skipta um stilliskífur inni í þeim þar sem ég var að kominn í það mýksta með demparana að aftan.   Strákarnir sem komu með mér voru yfir sig hrifnir og ánægðir og ég efast ekki um að það verði reynt að fara aftur að ári.  Eins ef það er einhver sem er áhugsamur að taka þátt í svona ævintýri þá er það bara að láta mig vita (helst fyrir sumarið) þar sem allt verður uppbókað fyrir næsta vetur í lok sumar!!

 

Af Rósmundi er það að frétta að nú eru flest allir hlutarnir komnir og ég er að setja skrímslið saman alveg á fullu!  Ég stefni á gangsetningu seinni hluta apríl.  Ég reyni að henda inn einhverjum myndum á eftir.

 

Annars er allt gott að frétta af mér og konunni.  Mamma og  Davíð  bróðir minn koma á laugardaginn. Ég kem heim til að horfa á fyrsta rallið með vinum mínum þar sem þeir eru svo yndislegir að bjóða mér heim í 30 ára afmælisgjöf !!!!   mig grunar samt að þá vanti bara driver hehe J...

 

Ísland bezt í heimi. Ok takk og BLESS

 


Rósi og Súbarú komnir til Norge

Það verður að segjast eins og er að Willisinn vakti all svakalega athygli hjá hafnarstarfsmönnunum hér í Noregi.

 

Núna er Undirritaður á  fullu að koma súbbanum í horfið fyrir ísinn. Ég er búinn að taka fjöðrunina úr bílnum og skipta um gormana að framan.  Aftur gormarnir eru á leiðinni frá Reiger. Það var að koma í ljós bara áðan að hægri aftur demparinn var smurningslausL og þar af leiðandi hefur skemmst pakkdós sem veldur því að það kemst skítur inn í demparann og hann festist og það var raunin í alþjoðarallinu að á síðasta degi var bíllinn gjörsamlega fastur að aftan. En það er gaman að segja frá því að ég var að byrja að leigja húsnæði hjá finnskum manni sem heitir Pato. Pato er vélvirki og vinnur mest við smíði á ryðfríum rekkverkum í báta, hann er sérstakur snillingur í sínum geira. Þarna eru líka ansi spennandi nágrannar, við hliðina á okkur er tjún verkstæði með mjög flottan dyno bekk fyrir 4x4 bíla, ca hundrað metrum frá er verkstæði sem heitir Autosafe en þar er maður  sem hefur smíðað veltibúr í kappaksturbíla í 30 ár ásamt öllu sem viðkemur kappaksturbílum. Hann heitir Yan sem rekur þetta, hann kom og skoðaði súbbann og lagði blessun sína á búrið sagði að það væri mjög voldugt og flottJ.

 Hann verður svo fenginn til að koma og kíkja á villisinn en það er klárt að eftir ca ½ mánuð fer allt á singjandi siglingu í villisnum og hann kláraður í eitt skipti fyrir öll .

Við höfum verið að diskotera frekari breitingar á honum og er núna í umræðunni að setja mjög flotta og vandaða hollenska fjöðrun í hann , four link framan og aftan og úbúa hann þannig að hægt sé að hafa hann bæði á 38 og 44. Hann er eins og stendur á 39,5" pit bull alveg skítléttum nylon dekkjum . En nú nenni ég ekki meira bless..             kv Eyjó

Mynd362    Mynd368  Mynd373  Mynd378


Halló

Jæja hérna kemur ein færsla .héðan er fátt að frétta nema kannski það að við erum flutt inn til Drammen í stærri og skemmtilegari íbúð þannig að það er stutt að hjóla í vinnuna þaes þegar ekki er hálka. Og af rallymálum er það að frétta að við erum nokkrir gaurar búnir að bóka okkur á ísinn hjá John Haugland. Ég ætla að mæta með nýtt setup á fjöðrun en hún verður miklu míkri en það sem ég var með í sumar. Einnig á ég von á að fá lánaða tölvu til að prufa antilag kerfi og svo verður þrengingin tekin úr mmm gaman.

Einnig var ég að uppgötva sport sem kallast bakkelop eða hill climbing þeta er stór sniðugt að því leiti að þarna geta allkyns bílar tekið þátt eins og shortcar, rallybílar, rallycrossbílar, formúlubílar o.s.f.r. það er semsagt hæg að að taka þátt í þessu á þess að verða gjaldþrota. Er þá nokkuð annað að gera en að skella sér J  Skoðið linkana hér að neðan

http://www.bakkelop.no/video.html 

http://www.youtube.com/watch?v=aeuKY6o6OII&feature=related 

Svo er það Rally Norway í febrúar  bless að sinni Eyjólfur


Jæja þá er veturinn kominn

5 cm jafnfallinn snjór og allt að gerast

Nú fer að styttast í að vötnin frjósi og menn fari að spóla á ís en það er það sem þeir gera hérna meðal annars til að æfa car control á rally bílum sjá  link

http://www.youtube.com/watch?v=xmqXtnErPwU

bara gaman Smile  ......................W00t 

 

swedish-rally-2007

Bjerke Spretturinn í dag 25. oct

 Í dag hefst "Bjerke Spretturinn" en hann er haldinn inn í Oslo á hestabraut. Um það bil eitthundrað bílar eru skráðir til leiks af öllum stærðum og gerðum Wrc, grp-n, rallycross, Gatebil, og haugur af eindrifsbílum. Þetta verður spennandi mikið  af hestöflum og ryki og alveg klárt að undirritaður mætir á kantinn í dag en á ráslínu í þessa keppni að ári.

http://www.naf-motorsport.no/bjerke/bjerke.html

Af mínum málum er það að frétta að bíllinn fer í skip mjög fljótlega hingað til Noregs og verður annaðhvort seldur, notaður til æfinga eða breitt í full spec Grp-n og notaður í keppni hérna úti. Þar sem það er of erfitt að ætla að keppa heima en búa hér það gengur illa fyrir mig vinnulega séð, en hver veit.

hérna er linkur á youtube frá síðustu keppni http://www.youtube.com/watch?v=JFXQY1m7wHY

Bestu kveðjur

Eyjólfur Melsteð 

 


Jæja þá eru lætin yfirstaðin

Þá er maður kominn til Noregs aftur og verð ég að segja að það var ekkert sérstaklega gaman að yfirgefa landið sitt í því ástandi sem það er. Við höfum reyndar komist að því, við HSS að við erum þjóðernissinnar í húð og hár og hugsum ekkert annað en um hag íslendinga þessa dagana og erum bálvond út í talsmann bretanna.  Á morgun ætlum við á fund með íslendingafélaginu en þar um sendiherra íslands í Noregi ræða við íslendinga í Noregi og fara yfir stöðuna, vonandi í sambandi við að hjálpa þeim sem þurfa að leita erlendis vegna stöðu sinnar heima fyrir, en nóg um það.

Sýningin tókst vel, við Haddi unnum dag og nótt að koma Willísnum í sýningarhæft ástand.  Bíllinn vakti mikla athygli, og fengum við mörg skemmtileg komment um vel unnin störf.  Næsta skref í máli Rósmundar er að senda hann til Noregs þar sem hann verður kláraðu.  Ég ætla að stilla bílnum upp og testa, og láta hestaflamæla hann hér.  Svo verður bílinn sendur heim með lyklana í skránni, tilbúinn í slaginn !!!!  Það eru myndir í myndaalbúminu hér fyrir neðan..... takk fyrir og bless........

 

CIMG9838

Rósmundur að endurfæðast

Nú er aðeins einn og hálfur sólahringur í að sýningin hefjist og Rósmundur (willisinn hann heitir Rósmundur) er að endurfæðast við Haddi vinnum hörðum höndum að klára sem mest við getum.

Bíllin mun hinsvegar fara á sýninguna sem óklárað verkefni og verður honum stillt upp frumlega og skemmtilega, eigandinn er yfirsig spenntur og hæst ánægður með það sem er að verða til í skúrnum hjá honum. Að sýningunni lokinni fer bíllinn fljótlega til noregs þar sem hann verður kláraður..en ég er búinn að vera á 8:00- 23:30 vöktum þessa vikuna og stór dagur framundan þannig að ég ´býð góða nótt ...... góða nótt ........z.......z.............zzzzzzzzzzzzz.....z.z.z  Sleeping 


Kominn á klakann

Jæa þá er maður  kominn á klakann .

Nú styttist í sýninguna  http://www.f4x4.is/new/ í fífunni en það er orðið staðfest að ofur Fordinn á 54" dekkjunum verður á staðnum

Við Haddi ætum að vinna hörðum höndum við að klára sem mest í willanum þannig að þessi kreppa fari nú að taka enda :)

Hérna er skemmtilegt blog frá Honum Heimi félaga mínum http://rally.blog.is/blog/rally/

 ps Hafið það gott bless........................


Mynd af mér, Jóa og familiunni

Rally 230808 22 copy

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband