Rósi og Súbarú komnir til Norge

Það verður að segjast eins og er að Willisinn vakti all svakalega athygli hjá hafnarstarfsmönnunum hér í Noregi.

 

Núna er Undirritaður á  fullu að koma súbbanum í horfið fyrir ísinn. Ég er búinn að taka fjöðrunina úr bílnum og skipta um gormana að framan.  Aftur gormarnir eru á leiðinni frá Reiger. Það var að koma í ljós bara áðan að hægri aftur demparinn var smurningslausL og þar af leiðandi hefur skemmst pakkdós sem veldur því að það kemst skítur inn í demparann og hann festist og það var raunin í alþjoðarallinu að á síðasta degi var bíllinn gjörsamlega fastur að aftan. En það er gaman að segja frá því að ég var að byrja að leigja húsnæði hjá finnskum manni sem heitir Pato. Pato er vélvirki og vinnur mest við smíði á ryðfríum rekkverkum í báta, hann er sérstakur snillingur í sínum geira. Þarna eru líka ansi spennandi nágrannar, við hliðina á okkur er tjún verkstæði með mjög flottan dyno bekk fyrir 4x4 bíla, ca hundrað metrum frá er verkstæði sem heitir Autosafe en þar er maður  sem hefur smíðað veltibúr í kappaksturbíla í 30 ár ásamt öllu sem viðkemur kappaksturbílum. Hann heitir Yan sem rekur þetta, hann kom og skoðaði súbbann og lagði blessun sína á búrið sagði að það væri mjög voldugt og flottJ.

 Hann verður svo fenginn til að koma og kíkja á villisinn en það er klárt að eftir ca ½ mánuð fer allt á singjandi siglingu í villisnum og hann kláraður í eitt skipti fyrir öll .

Við höfum verið að diskotera frekari breitingar á honum og er núna í umræðunni að setja mjög flotta og vandaða hollenska fjöðrun í hann , four link framan og aftan og úbúa hann þannig að hægt sé að hafa hann bæði á 38 og 44. Hann er eins og stendur á 39,5" pit bull alveg skítléttum nylon dekkjum . En nú nenni ég ekki meira bless..             kv Eyjó

Mynd362    Mynd368  Mynd373  Mynd378


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvur andskotinn!

Svanur (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 22:49

2 identicon

Kræst....smurningslaus dempari og ónýt pakkdós. Þoli ekki þegar þetta gerist;)

Gangi þér vel vinur.

Geirfinnur Smári Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband