1.4.2009 | 19:18
Halló
Skrifaðu, ohhhh..... skrifaðu
Jæja, góðir hálsar. Nú er ekki seinna vænna en að henda upp enn einu blogginu, síðan er svo sem að verða uppfull af óskrifuðum bloggum. Það sem er að frétta héðan er það að ferðin á ísinn heppnaðist með eindæmum vel, bílinn stóð sig vel, John hjálpaði mér að stilla fjöðrunina, og bíllinn er allt annar að keyra hann en demparana þarf ég að senda til Reiger og láta skipta um stilliskífur inni í þeim þar sem ég var að kominn í það mýksta með demparana að aftan. Strákarnir sem komu með mér voru yfir sig hrifnir og ánægðir og ég efast ekki um að það verði reynt að fara aftur að ári. Eins ef það er einhver sem er áhugsamur að taka þátt í svona ævintýri þá er það bara að láta mig vita (helst fyrir sumarið) þar sem allt verður uppbókað fyrir næsta vetur í lok sumar!!
Af Rósmundi er það að frétta að nú eru flest allir hlutarnir komnir og ég er að setja skrímslið saman alveg á fullu! Ég stefni á gangsetningu seinni hluta apríl. Ég reyni að henda inn einhverjum myndum á eftir.
Annars er allt gott að frétta af mér og konunni. Mamma og Davíð bróðir minn koma á laugardaginn. Ég kem heim til að horfa á fyrsta rallið með vinum mínum þar sem þeir eru svo yndislegir að bjóða mér heim í 30 ára afmælisgjöf !!!! mig grunar samt að þá vanti bara driver hehe J...
Ísland bezt í heimi. Ok takk og BLESS
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.