5.9.2008 | 20:02
Gott kvöld
Nú er bloggarinn kominn heim úr viðgerðar ferð hjá Norska hernum það var mjög áhugavert og skemmtilegt. En að máli málanna nú er að hefjast Rally Larvik og verður fyrsti N14 Subaru cup Subaruinn testaður af bretlands meistararnum Guy Wilks, það verður gaman að sjá frændur okkar rassskella hann hérna en það er keirt á malbiki í þessu ralli. Þess má geta að norsararnir eru mjög fljótir ökumenn.
En ekkert fljótari en við, bara ríkari, eiginlega þá erum við mun fljótari og þess vegna skora ég á hvern sem er að leggja land undir fót koma hingað og skella sér í keppni ég hjálpa við allt sem ég get.
Það verður gaman að sjá hvernig nýi subaruinn kemur út en hann á víst að vera kominn með allt það handle sem evo 9 hefur og rúmlega það segja sumir
http://videos.streetfire.net/video/Rally-Larvik-2007-won-by_132473.htm
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Athugasemdir
Velkomin heim, þessir Norðmenn kunna ekkert að keyra og auðvita eru við Íslendingar bestir í öllu.
Það væri gaman að við mundum fara nokkrir til Noregs og keppa við þessa norsara.
Eyjó þú lætur mig vita þegar þú verður búin að kaupa N14 og þarft að á góðum coara að halda.
Góða skemmtun á rallinu í dag.
Bestu kveðjur / Dóri
Heimir og Halldór Jónssynir, 6.9.2008 kl. 09:29
Staðan í Rally Larvik eftir 4.sérleiðir af 8.
Topp 15 - Eins og sést er Guy Wilks aðeins í 8.sæti og 5.sæti í gruppu N.
Hægt er að fylgjast með sérleiða tímum hérna http://www.rally-larvik.no/resultater2/3
Heimir og Halldór Jónssynir, 6.9.2008 kl. 11:18
Hæ, góða skemmtun á rallinu í dag.
Hanna Steinunn (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 11:50
Vægt til orða tekið að norsararnir hafi rasssellt Wilks :)
DS
Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson, 14.9.2008 kl. 22:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.