www.f4x4.is sýningin

Nú er að styttast í f4x4 sýninguna en hún verður laugardaginn 11. oct.

Þar verður willisinn okkar Franz (Franz á hann ég er að smíða hann)  kemur hann til með að standa á búkkum svona til að sýna smíðina á kvikindinu. Við Haddi verðum þar ásamt Franz og bíð ég hér með fjölskyldu, vinum og kuninngjum að koma og kíkja á okkur í kaffi og kleinur og eitthvað. 

Ég er að reyna að setja myndir inn á þetta blogg og það er að gera mig brjálaðann það gerist ekkert.  þannig að hérna er linkur   http://f4x4.is/new/search/default.aspx?search=r%C3%B3smundur&category=12

Franz var lika að vonast til að Fordinn hans yrði klár en það er "Ford 350" 2008 á 54 tommu dekkjum ég veit ekki alveg stöðuna á því dæmi .

bestu kveðjur

Eyjó


Loka rallið

Nú er hafið síðasta rall tímabilsins og úr mun skera hver hreppir Íslandsmeistara titilinn 2008 ég treysti á að þð verði mínir menn Pétur og Heimir. Þeir eru búnir að draga fram regnhlífar og sundgleraugu og ætla  á fullri ferð í öll stöðuvötn sem verða á vegi þeirra en Dúpavatnsleið getur verið ansi blaut sem hún er víst núna. Þeir eru með rétta hugarfarið semsagt vinna eða drepast ekkert þar á milli. Strákar VINNIÐI ÞETTA  Angry

ps. Núna vildi ég óska þess að ég byggi á íslandi og væri að keppa með.Frown

 

Bestu kveðjur Eyjólfur.


Kominn frá Þrándheimi

Jæa þá er maður kominn heim frá þrándheimi þar sem við Bjarni bóndasonur vorum að gera við 16 stk Benz herbíla reyndar lítið í hverjum. Við fórum í flug kl 18:00 í gær og vorum komnir um 23:00 á verkstæðið vorum að til kl:5 í morgun kláruðum þá og fóum að sofa. Lögðum svo af stað til Þrándheims aftur kl10:00 checkuðum okkur inn í flugið föttuðum svo að við vorum  3klst of snemma á flugstöðinni þannig að við fórum að sofa á einhverjum bekk. Ég stillti klukkuna kl 14:20 en þá átti vélin að fara "sæll"  en fyrir einhverja lukku þá vaknaði ég kl 14.15 sparkaði í Bjarna bókstaflega  og hljóp af stað en viti menn seinkun til 15:30 þannig að aftur að sofa. En heim komumst við á endanum búnir að sofa á hóteli, flugvelli, flugvél, lest, leigubíl og svo er ég að spá í að leggja mig núna aðeins í sófanum góða nótt..................zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz


Á brautina með Sverre

    Góðann og blessaðann daginn hér er haust blíða, gola rigning og allt eins og það á að vera.Nú er bloggarinn að fara með Herra Sverre Isakssen til "Elverum" þar sem hann keppir á norska meistrara mótinu í endurance racing. Hann leiðir mótið bæði í 2000cc og OPEN á sínum ofur súbarú. En hann varð fyrir því óláni að skemma motorinn í síðustu keppni sem þíðir að hann þarf að nota vara bílinn sem er Peugeot 206 group a svipaður og Hlöðver átti mjög Hraður bíll en til þess að vinna þessa karla verður hann að vona að það rigni því þeir eru frekar öflugir 500- 800 hö en í bleitu spóla þeir    bara og djöflast. Ég hendi svo myndum inn í kvöld.

ps Hrabba og Óli innilega til hamingju með brúðkaupið. Grin

ömurlegt að hafa ekki komistCrying


Gott kvöld

 

Nú er bloggarinn kominn heim úr viðgerðar ferð hjá Norska hernum það var mjög áhugavert og skemmtilegt. En að máli málanna nú er að hefjast Rally Larvik og verður fyrsti N14 Subaru cup Subaruinn testaður af bretlands meistararnum Guy Wilks, það verður gaman að sjá frændur okkar rassskella hann hérna en það er keirt á malbiki í þessu ralli. Þess má geta að norsararnir eru mjög fljótir ökumenn. 

En ekkert fljótari en við, baraDevil ríkari, eiginlega þá erum við mun fljótari og þess vegna skora ég á hvern sem er að leggja land undir fót  koma hingað og skella sér í keppni ég hjálpa við allt sem ég get.

Það verður gaman að sjá hvernig nýi subaruinn kemur út en hann á víst að vera kominn með allt það handle sem evo 9 hefur og rúmlega það segja sumir

   http://videos.streetfire.net/video/Rally-Larvik-2007-won-by_132473.htm

 


Góðann daginn

Halló héðan er allt gott að frétta

Við hjá arctic trucks erum að fara í kúnna hitting næstu helgi og hafa strákarnir á gamla verkstæðinu fest kaup á eldgömlum Hilux og ætla þeir að spreita sig gegn okkur á herverkstæðinu. Það er semsagt torfæra í skógi skilst mér. Þetta er auðvitað búið spil fyrir þá því við mætum að sjálfsögðu á okkar ágæta tilrauna bíl Mercedes Benz Gelandewagen G290 turbo intercoler með antilag og motec og vitek og pactek HT gorma og kony dempara læsingar framan og að aftan blæu og miðstöð. Og rössum þetta.

Takk fyrir blessCool   

kv Eyjo


Andreas Mikkelsen Testar fyrir Citroen

Ungstirnið Andreas Mikkelsen 18ára á uppleið! 

 

http://www1.nrk.no/nett-tv/sport/spill/verdi/69316

 

 


Nýtt í noregi Subaru Cup

Guy wilks keyrir Subaru Cup test bílinn í Rally Larvik Hann verður testaður 4. sept, og keyrir keppnina (Rally Larvik) tvemur dögum seinna sem framhalds test á malbiks vegum.
þið hljótið að skilja restina Wink 
kv eyjo  
Guy Wilks kjører Subaru Cup testbilen i Rally Larvik
Han skal teste 4 september, og kjører løpet to dager etter som en fortsettelse av testen på asfaltvei.

Guy Wilks er regerende Engelsk Rallymester, han har kjørt og vunnet mange løp i junior VM, sist nå i helgen i Rally Finland.
Han kjørte også mange VM løp med WRC bil i fjor, med 6 plass i Rally Irland som beste resultat.

Sveinung Bieltvedt og Anders Kjær som gjorde testkjøringen før sommerferien, er opptatt med å prøve å sanke GR.N poeng i Rally Larvik.

 De første 16 Subaru Cup bilene kommer til Norge 18 august, 4 biler til, kommer i midten av september. Med to biler i Norge allerede, blir det tilsammen 22 biler med i Subaru Cup fra neste år.

Vá maður

Vá maður nú er ég búinn að gera helling í síðunni  bless.W00t

Góðann daginn

Halló  allir saman þetta er nú fyrsta bloggfærslanW00t

 Héðan frá Noregi er gott að frétta Vinnan, Norsarinn mmmm og rigningin hvað er betra.

  

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband